Vilja Óskar Hafstein áfram sem prest

Selfosskirkja
Selfosskirkja Mbl.is/ Kristinn

Stofnuð hef­ur verið Face­book-síða til stuðnings því að séra Óskar Haf­steinn Óskars­son taki að fullu við starfi sókn­ar­prests í Sel­foss­kirkju. Nú þegar hafa rúm­lega 440 manns skráð sig á síðunni. Þetta kem­ur fram í bréfi sem stuðnings­hóp­ur sr. Óskars Haf­steins Óskars­son­ar hef­ur ritað bisk­upi ís­lands. 

Í bréf­inu er beint á að séra Óskar hafi á fáum vik­um skapað það and­rúms­loft sem Sel­foss­kirkja þarfn­is. „Hér er á ferðinni prest­ur, sem á stutt­um ferli sín­um, hef­ur heillað hvert manns­barn sem á hann hef­ur hlýtt, með ein­stakri nálg­un sinni á mál­efn­in hvort sem um gleði- eða sorg­ar­at­hafn­ir er að ræða. [...] Glaðværð og hjart­næm­ur per­sónu­leiki þessa unga prests er eitt­hvað sem við þurf­um nú á að halda,“ seg­ir m.a. í bréf­inu.

Þar kem­ur fram að það sé von bréf­rit­ara að fljót­lega ná­ist end­an­leg niðurstaða í mál­inu og „að íbú­ar Sel­foss geti ALL­IR nálg­ast þá ró og þann frið sem jafn­an er að finna inn­an veggja kirkj­unn­ar.“

 Bréf stuðnings­hóps sr. Óskars Haf­steins Óskars­son­ar til bisk­ups Íslands er í heild sinni svohljóðandi: 

„Til Bisk­ups Íslands.

     Að setj­ast niður og skrifa bréf er varðar mál­efni kirkj­unn­ar ætl­ar að reyn­ast okk­ur erfiðara en við bjugg­umst við. Það er ein­hvern veg­in þannig að þegar kirkj­an á í hlut, að þá vill maður að allt sé gott, og að vanda­mál sem koma upp inn­an henn­ar, gufi bara fljót­lega upp, leys­ist á far­sæl­an hátt og að allt verði strax gott aft­ur.

     Þetta hef­ur ekki orðið raun­in í okk­ar til­felli þ.e. inn­an Sel­foss­kirkju og er það miður. Ekki ætl­um við að ræða þetta til­tekna mál sem upp er komið neitt sér­stak­lega og enn síður ger­ast ein­hverj­ir dóm­ar­ar í því held­ur ein­ung­is leggja þetta fram eins og það blas­ir við okk­ur.
     Ef sátt og samlindi á að ríkja á milli íbúa Sel­foss og kirkj­unn­ar þá fáum við ekki með nokkru móti séð,  annað en að nýr prest­ur verði að taka við af Sr. Gunn­ari.

     Séra Óskar Haf­steinn Óskars­son, sem nú hef­ur gegnt embætt­inu á óvissu tím­um,  hef­ur á fáum vik­um skapað það and­rúms­loft sem kirkj­an þarfn­ast. Hér er á ferðinni prest­ur, sem á stutt­um ferli sín­um, hef­ur heillað hvert manns­barn sem á hann hef­ur hlýtt, með ein­stakri nálg­un sinni á mál­efn­in
hvort sem um gleði- eða sorg­ar­at­hafn­ir er að ræða. Eft­ir marg­vís­leg­ar at­hafn­ir inn­an kirkj­unn­ar höf­um við margsinn­is rekið okk­ur á það, að verið er að tala um “prest­inn”, og að und­an­tekn­ing­ar­laust er þar um hól í hans garð að ræða.  Glaðværð og hjart­næm­ur per­sónu­leiki þessa unga prests er
eitt­hvað sem við þurf­um nú á að halda.

     Á vefn­um var fyr­ir skemmstu stofnuð svo­kölluð Face­book síða mál­efni þessu til stuðnings. Ekki vit­um við hvort sókn­ar­nefnd Sel­foss­kirkju hef­ur
orðið þess áskynja og vild­um við því með bréfi þessu beina ásjón­um ykk­ar að þess­ari síðu því þar hafa fjöl­marg­ir ein­stak­ling­ar óskað eft­ir því að Sr.
Óskar  taki að fullu við starfi sókn­ar­prests í Sel­foss­kirkju.  Þetta eru liðlega 450 manns og stækk­ar hóp­ur­inn jafnt og þétt.

     Það er von okk­ar að fljót­lega ná­ist end­an­leg niðurstaða í þessu máli og að íbú­ar Sel­foss geti ALL­IR nálg­ast þá ró og þann frið sem jafn­an er að finna inn­an veggja kirkj­unn­ar.

Kveðja. Stuðnings­hóp­ur Sr. Óskars Haf­steins Óskars­son­ar.

http://​www.face­book.com/​group.php?gid=88664705691&ref=ts“
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert