Ekkert kauptilboð hefur borist í enska knattspyrnufélagið West Ham síðan íslenska eignarhaldsfélagið CB Holding tók það yfir, eftir að Björgólfur Guðmundsson missti það vegna skulda fyrr á árinu.
Georg Andersen, upplýsingafulltrúi eignarhaldsfélagsins, vill ekki tjá sig um nýjustu vangavelturnar - huganlegt tilboð fjölþjóðlegs hóps fjárfesta í West Ham. „Þetta eru vangaveltur sem hafa verið meira og minna síðan við komum að félaginu. Okkur hafa fengin formleg tilboð borist í félagið og það er ekki formlega í söluferli,“ sagði Georg við fréttavef Morgunblaðsins.
Fram kom í enska dagblaðinu News of the World í dag að fjölþjóðlegur hópur fjárfesta hyggist gera tilboð í West Ham. Blaðið segir forsprakka hópsins, Jim Bowe, kaupsýslumann í New York, staðfesta það.
Að sögn blaðsins hyggst hópurinn bjóða 100 milljónir punda í félagið.
West Ham hefur byrjað illa í ensku úrvalsdeildinni og er nú í næst neðsta sæti.