Lengra varð ekki komist

Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, …
Helgi Áss Grétarsson, lögmaður, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, kynna Icesave-samninginn. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi, þar sem nýtt sam­komu­lag um Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar Íslands var kynnt, að það væri mat henn­ar og Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, að niðurstaðan sem nú ligg­ur fyr­ir sé viðun­andi og að lengra verði ekki kom­ist.

Sagði Jó­hanna, að hags­mun­ir ís­lensku þjóðar­inn­ar væru, að ljúka mál­inu frek­ar en skilja það eft­ir í upp­námi. Hún sagði, að margt myndi leys­ast sam­hliða þessu. Þannig gætu Íslend­ing­ar haldið áfram efna­hags­áætl­un sinni, lækkað stýri­vexti og dregið úr gjald­eyr­is­höft­um.

Þá fylgdi það þess­ari niður­stöðu, að Íslend­ing­ar muni geta fengið end­ur­skoðun fljót­lega á samn­ing­un­um við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, jafn­vel í þess­um mánuði. Þá losnuðu 123 millj­arða króna lán frá Norður­lönd­un­um og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum sem notað yrði til að styrkja gjald­eyr­is­vara­forða lands­ins.

Gert er ráð fyr­ir því að sam­komu­lagið verði und­ir­ritað á morg­un og þá verði einnig lagt fram frum­varp á Alþingi um rík­is­ábyrgð. Einnig verður birt sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing fjár­málaráðherra ríkj­anna þriggja.

Stein­grím­ur sagði, að viðræðurn­ar við Breta og Hol­lend­inga hefðu verið harðsótt­ar og það hefði ekki verið fyrr en á síðustu dög­um sem full­nægj­andi ár­ang­ur náðist varðandi frá­gang til­tek­inna þátta. 

Sagði Stein­grím­ur, að niðurstaðan fæli í sér að gerður verði viðauka­samn­ing­ur við Ices­a­ve-samn­ing­inn frá í sum­ar. Inn í þann samn­ing gengju að uppistöðu til all­ir fyr­ir­var­ar og skil­mál­ar Alþing­is úr lög­un­um, sem sett voru 23. ág­úst um rík­is­ábyrgð vegna skuld­bind­ing­anna. 

Þá féllust Bret­ar og Hol­lend­ing­ar á fyr­ir­vara sem lúti að full­veldi og eign­um lands­ins. Einnig verði þeir efna­hags­legu fyr­ir­var­ar, sem Alþingi gerði, felld­ir inn í samn­ing­inn.

Fram kom í máli Stein­gríms, að í yf­ir­lýs­ingu fjár­málaráðherra land­anna verði tekið fram að Bret­land og Hol­land hafi m.a. ann­ars fall­ist á þá efna­hags­legu skil­mála sem sett­ir voru með lög­un­um um rík­is­ábyrgðina í sum­ar og að Ísland hafi end­ur­nýjað skuld­bind­ing­ar sín­ar til að ábyrgj­ast skuld­bind­ing­ar Trygg­ing­ar­sjóðs inni­stæðueig­enda án þess að í því fel­ist viður­kenn­ing á að laga­leg skuld­bind­ing hafi verið til staðar.

Þá muni fjár­málaráðherra Íslands á grund­velli lag­anna fylgj­ast með fram­vindu mála og efna til viðræðna eft­ir því sem þörf kref­ur. Þá muni aðilar enn­frem­ur staðfesta vilja til sam­starfs þar á meðal til viðræðna að ósk hvaða sam­ingsaðila sem er, til að ræða aðstæður sem sem upp kunna að koma og hvernig við þeim yrði brugðist.

Í yf­ir­lýs­ing­unni verður einnig fjallað um mik­il­vægi af­greiðslu end­ur­skoðunar á sam­starfs­áætl­un Íslands og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og lýst stuðningi við það að hún fari fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert