Lúkasarmálið fer senn fyrir dóm

Fyrsta málið vegna hins svokallaða Lúkasarmáls verður þingfest fyrir héraðsdómi í næstu viku.  Málið kom upp 2007 en þá var rétt rúmlega tvítugum pilti hótað öllu illu á netinu en hann lá undir grun um að hafa misþyrmt til dauða hundinum Lúkasi. Hundurinn fannst á lífi stuttu eftir fjölmennar minningarathafnir á Akureyri og í Reykjavík.

Pilturinn kærði um hundrað manns fyrir meiðyrði, konur og karla á öllum aldri. Aðeins helmingur hópsins skrifaði undir nafni og voru því IP-tölur annarra kærðar til lögreglu.

Lögreglunnar var að finna út hver stæði á bak við IP-tölurnar en eftir tveggja ára rannsókn var lögmanni piltsins, Erlendi Þór Gunnarssyni, tjáð að ekki væri tilefni til að fara lengra með málið. Þar með sluppu um fimmtíu einstaklingar við ákæru.

Erlendur er ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu og telur rannsóknina raunar aldrei hafa hafist, enda ekki rætt við hann eða skjólstæðing hans.

Þrátt fyrir þessar miklu tafir á málinu voru árar ekki lagðar í bát og hyggst pilturinn enn hreinsa nafn sitt fyrir dómi. Sátt hefur þó náðst í nokkrum málum, en þeir sem ekki hafa tekið í útrétta sáttahönd mega búast við málshöfðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert