Ögmundur: Jákvæðar breytingar en of snemmt að lýsa yfir samþykki

Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna.
Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna. mbl.is/Ómar

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG og fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, seg­ir að breyt­ing­ar á Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu sem kynnt­ar voru í dag séu mjög já­kvæðar. Hann er þó ekki til­bú­inn til að lýsa því yfir hvort hann samþykki frum­varpið á Alþingi. „Ég á eft­ir að skoða málið nán­ar og geng óbund­inn til þeirr­ar af­greiðslu eins og ég hef lýst yfir áður,“ sagði hann við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

„Ég lít svo á að málið hafi tekið mjög já­kvæðum breyt­ing­um frá því mér voru sýnd drög að sam­komu­lag­inu, í aðdrag­anda þess að ég vék úr rík­is­stjórn. Þá var laga­legi fyr­ir­var­inn úti þannig að þótt Íslend­ing­ar viður­kenndu ekki greiðslu­skyld­ur sín­ar myndu þeir engu að síður und­ir­gang­ast kröf­ur Breta og Hol­lend­inga. Það var full­kom­lega óá­sætt­an­legt að mínu mati,“ seg­ir Ögmund­ur.

„Nú hafa Hol­lend­ing­ar og Bret­ar í reynd staðfest að þeim er kunn­ug sú afstaða Íslands að viður­kenna ekki laga­lega greiðslu­skyldu sína og falli dóm­ur Íslandi í hag kem­ur málið að nýju upp á samn­inga­borðið - það er al­gert grund­vall­ar­atriði í mín­um huga að þessi skiln­ing­ur sé inni í sam­komu­lag­inu, enda ein­fald­lega spurn­ing um grund­vall­ar­atriði rétt­ar­rík­is­ins.“

Spurður hvort hann muni samþykkja frum­varpið eins og það lít­ur út núna svar­ar Ögmund­ur: „Ég á eft­ir að skoða málið nán­ar áður en ég tek af­stöðu og geng óbund­inn til þeirr­ar af­greiðslu eins og ég hef lýst yfir áður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert