Óviðunandi niðurstaða

Bjarni Benediktsson kemur á fund í Stjórnarráðinu.
Bjarni Benediktsson kemur á fund í Stjórnarráðinu. mbl.is/Kristinn

Bæði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, segja að sú niðurstaða, sem rík­is­stjórn­in hef­ur í dag kynnt í Ices­a­ve-mál­inu, sé óviðun­andi. Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði einnig að sér lit­ist illa á málið.

Bjarni sagði, eft­ir fund með odd­vit­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Stjórn­ar­ráðinu síðdeg­is, að viðun­andi niðurstaða í samn­ing­um fæli það í sér að báðir aðilar hefðu gefið eitt­hvað eft­ir.

„Það hafa Bret­ar og Hol­lend­ing­ar ekki gert, þeir fá allt sitt með vöxt­um," sagði Bjarni.

Hann vildi ekki segja til um hvort hann teldi að þingið myndi samþykkja nýtt frum­varp um rík­is­ábyrgð. „Ég er mjög ósátt­ur við að við gef­um frá okk­ur rétt­inn til að láta reyna á rétt­ar­stöðu okk­ar á sama tíma og við föll­umst á all­ar kröf­ur Breta og Hol­lend­inga. Mér finnst aug­ljóst að þetta er óviðun­andi niðurstaða."

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að sér lit­ist af­leit­lega á þessa niður­stöðu. „Það er búið að koll­varpa því sem Alþingi samþykkti. Það stefn­ir í að við gef­um frá okk­ur all­an laga­leg­an rétt okk­ar end­an­lega."

Hann sagðist ekki sjá fyr­ir sér, að nýtt frum­varp um rík­is­ábyrgð verði samþykkt á Alþingi miðað við all­an aðdrag­anda máls­ins.

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði eft­ir fund­inn, að sér sýnd­ist málið vera í þeim bún­ingi að hún ætti afar erfitt með að kyngja því. Hún sagðist þó ætla að skoða málið bet­ur með hag­fræðingi sín­um áður en hún tæki end­an­lega af­stöðu til þess.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur til fundarins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son kem­ur til fund­ar­ins. mbl.is/​Krist­inn
Birgitta Jónsdóttir kemur í Stjórnarráðið.
Birgitta Jóns­dótt­ir kem­ur í Stjórn­ar­ráðið. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert