Ríkisstjórnarfundur um Icesave

Rík­is­stjórn­in mun sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins funda í há­deg­inu í dag. Til­efnið er sú niðurstaða sem feng­in er í Ices­a­ve-viðræðum ís­lenskra, breskra og hol­lenskra stjórn­vald. Í fram­hald­inu munu stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir halda þing­flokks­fundi sitt í hvoru lagi og fara yfir stöðuna.

Klukk­an 14 hef­ur síðan verið boðað til fund­ar í fjár­laga­nefnd Alþing­is. Að þeim fundi lokn­um hyggj­ast for­svars­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar kynna niður­stöðuna fyr­ir for­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar. Ráðgert er að halda blaðamanna­fund kl. 16 í dag í Alþing­is­hús­inu þar sem Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra munu kynna niður­stöður samn­ingaviðræðnanna.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa ís­lensk stjórn­völd fall­ist á að fyr­ir­vör­um þeim sem Alþingi samþykkti í sum­ar verði breytt og að Íslend­ing­ar taki á sig aukn­ar byrðar frá því sem þá var gert ráð fyr­ir. For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna munu telja sig hafa meiri­hluta á þingi fyr­ir mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka