Stjórnarandstaðan frædd um Icesave

Bjarni Benediktsson kemur til fundarins.
Bjarni Benediktsson kemur til fundarins. mbl.is/Kristinn

Forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja komu í Stjórnarráðið nú á fjórða tímanum en þeir voru boðaðir á fund með oddvitum stjórnarflokkanna til að fá upplýsingar um það samkomulag, sem náðst hefur við Breta og Hollendinga um uppgjör Icesave skuldbindinga.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu á fundinn nú síðdegis.

Búið er að fjalla um málið í ríkisstjórn, þingflokkum stjórnarflokkanna og fjárlaganefnd Alþingis í dag. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur til fundarins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kemur til fundarins. mbl.is/Kristinn
Birgitta Jónsdóttir kemur í Stjórnarráðið.
Birgitta Jónsdóttir kemur í Stjórnarráðið. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert