Þórdís verðlaunuð í Búdapest

Þórdís Gísladóttir tók við verðlaununum frá Hansjörg Wirz, forseta Evrópska …
Þórdís Gísladóttir tók við verðlaununum frá Hansjörg Wirz, forseta Evrópska frjálsíþróttasambandins.

Þórdís Gísladóttir lektor tók í gærkvöldi við verðlaunum fyrir einstakt framlag sitt til frjálsíþrótta á Ársþing Frjálsíþróttasambands Evrópu var haldið í Búdapest nú um helgina.

Verðlaunin kallast The European Athletics Women´s Leadership Award og er þetta í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Alls voru 24 konur frá ólíkum löndum tilnefndar eftir að hafa sigrað útnefningu í sínu heimalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá  Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Sérstök dómnefnd á vegum Evrópska frjálsíþróttasambandsins skar úr um sigurvegara og þá var fyrst og fremst haft í huga hve dýrmætt framlag viðkomandi einstaklings hefur verið til íþróttarinnar.

„Forseti Evrópska frjálsíþróttasambandsins, Hansjörg Wirz, afhenti verðlaunin á glæsilegri hátíð í Búdapest í gærkveldi. Þórdís ávarpaði samkomuna og lagði áherslu á að verðlaunin væru vonandi mikilvæg hvatning fyrir konur til að leggja sitt af mörkum til íþróttarinnar eftir að þeirra eigin keppnisferli lýkur, en sjálf hefur Þórdís m.a. sinnt kennslu, þjálfun og rannsóknum á sviði frjálsíþrótta eftir að ferli hennar sem afrekskonu í frjálsum íþróttum lauk.

Auk þess ræddi Þórdís af mikilli innlifun og einlægni um mikilvægi þess að íþróttin væri leiðandi afl í samfélagi þjóða og að konur frá þessum 24 ríkjum sem tilnefndar væru mynduðu með sér samstarfsvettvang sem hefði það að markmiði að hvetja fleiri konur til að leggja af mörkum til íþróttarinnar. Ræða Þórdísar féll í mjög góðan jarðveg og viðurkenningin vakti mikla athygli á því góða frjálsíþróttastarfi sem unnið er á Íslandi,“ segir m.a. í tilkynningunni.


Þórdís Gísladóttir hélt ræðu á verðlaunahátíðinni. Með henni fylgjast Hansjörg …
Þórdís Gísladóttir hélt ræðu á verðlaunahátíðinni. Með henni fylgjast Hansjörg Wirz, forseti Evrópska frjálsíþróttasambandsins, Silvia Barlag stjórnarmaður í sambandinu og kynnir hátíðarinnar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert