520 tilkynningar um peningaþvætti

Á árinu 2008 bárust peningaþvættisskrifstofu embættis ríkislögreglustjóra alls 520 tilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu peningaþvættisskrifstofunnar fyrir árið 2008 sem gefin hefur verið út.

Fram kemur í skýrslunni, að nær allar tilkynningarnar hafi borist frá fjármálafyrirtækjum eða 514. Stærsti hluti tilkynninga varðaði fjárhæðir undir 1 milljón króna  eða 391 tilkynning. Tvær tilkynningar bárust frá endurskoðendum. Engin tilkynning barst vegna gruns um fjármögnun hryðjuverka, en slík tilkynning hefur aldrei borist. 

Í inngangi að skýrslunni segir m.a. að mikilvægt sé að íslenskt viðskiptalíf og fjármálakerfi sé meðvitað um hættuna af peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Jafnframt skiptir miklu að þessir aðilar geri sér grein fyrir hvernig bregðast beri við þeirri hættu.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert