Aðeins einn brandari á Íslandi

Liðsmenn Dikta spila.
Liðsmenn Dikta spila. Árni Torfason

Ef það er eitthvað sem Íslendinga skortir þá eru það brandarar. Þetta er niðurstaða Eric Ervins, blaðamanns hjá BlackBook tímaritinu, sem dvaldi hér á landi í tengslum við nýafstaðna Airwaves hátíð.

Í grein sinni um ferðina segist hann kannað húmorinn hérlendis og komist að því að sá brandari sem allir sögðu, sama hvort viðkomandi var ritstjóri, vann á kassa, við að kynna skemmtistaði, var þjónn, bankamaður, sjómaður, tónlistarmaður eða listamaður, var á þessa leið:

„Spurning: Hvað áttu að gera ef þú týnist í íslenskum skógi?
[Dramatísk þögn]
Svar: Standa upp!
[Ritst: Íslenskir skógar eru mjög lágir.]“


Í ljósi þessarar niðurstöðu hvetur Ervin upprennandi bandaríska uppistandara til þess að reyna fyrir sér á Íslandi. „Af hverju að reyna fyrir sér í LA eða New York. Það er miklu minni samkeppni á Íslandi auk þess sem allir tala ensku. Ef þú kannt fleiri en einn brandara og hann snýst ekki um skógrækt þá getur þú orðið Chris Rock Íslands.“

Að öðru leyti lætur Ervin vel af Íslandsför sinni. Segir hann Reykjavík kjörinn stað fyrir tónlistarhátíð á borð við Airwaves þar sem íbúar borgarinnar séu afskaplega vingjarnlegir. Lýsir hann Íslendingum sem lífsglöðu fólki, segir þá hreinskilna og heiðarlega. 

„Ég get leyft mér að fullyrða á þessum nótum þó ég hafi aðeins eytt fimm dögum á Íslandi vegna þess að alls eru landsmenn aðeins 300 þúsund, sem svipaður fjöldi og allir íbúar Manhattan fyrir neðan 14. stræti. Þegar maður þvælist á milli staða í leit að hljómsveitum kynnist maður stórum hluta landsmanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert