Aðeins einn brandari á Íslandi

Liðsmenn Dikta spila.
Liðsmenn Dikta spila. Árni Torfason

Ef það er eitt­hvað sem Íslend­inga skort­ir þá eru það brand­ar­ar. Þetta er niðurstaða Eric Ervins, blaðamanns hjá Black­Book tíma­rit­inu, sem dvaldi hér á landi í tengsl­um við ný­af­staðna Airwaves hátíð.

Í grein sinni um ferðina seg­ist hann kannað húm­or­inn hér­lend­is og kom­ist að því að sá brand­ari sem all­ir sögðu, sama hvort viðkom­andi var rit­stjóri, vann á kassa, við að kynna skemmti­staði, var þjónn, bankamaður, sjó­maður, tón­list­armaður eða listamaður, var á þessa leið:

„Spurn­ing: Hvað áttu að gera ef þú týn­ist í ís­lensk­um skógi?
[Drama­tísk þögn]
Svar: Standa upp!
[Ritst: Íslensk­ir skóg­ar eru mjög lág­ir.]“


Í ljósi þess­ar­ar niður­stöðu hvet­ur Ervin upp­renn­andi banda­ríska uppist­and­ara til þess að reyna fyr­ir sér á Íslandi. „Af hverju að reyna fyr­ir sér í LA eða New York. Það er miklu minni sam­keppni á Íslandi auk þess sem all­ir tala ensku. Ef þú kannt fleiri en einn brand­ara og hann snýst ekki um skóg­rækt þá get­ur þú orðið Chris Rock Íslands.“

Að öðru leyti læt­ur Ervin vel af Íslands­för sinni. Seg­ir hann Reykja­vík kjör­inn stað fyr­ir tón­list­ar­hátíð á borð við Airwaves þar sem íbú­ar borg­ar­inn­ar séu af­skap­lega vin­gjarn­leg­ir. Lýs­ir hann Íslend­ing­um sem lífs­glöðu fólki, seg­ir þá hrein­skilna og heiðarlega. 

„Ég get leyft mér að full­yrða á þess­um nót­um þó ég hafi aðeins eytt fimm dög­um á Íslandi vegna þess að alls eru lands­menn aðeins 300 þúsund, sem svipaður fjöldi og all­ir íbú­ar Man­hatt­an fyr­ir neðan 14. stræti. Þegar maður þvæl­ist á milli staða í leit að hljóm­sveit­um kynn­ist maður stór­um hluta lands­manna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert