Alcoa vill kersmiðju eystra

Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson

Alcoa Fjarðaál hefur lagt drög að byggingu kersmiðju við álver fyrirtækisins á Reyðarfirði. Um þessar mundir er verið að hanna mannvirki. Stjórn fyrirtækisins mun á síðari stigum taka ákvörðun um hvort af framkvæmdum verður, að sögn Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa á Íslandi.

Ker í álverum duga að jafnaði sex til sjö ár. Að þeim tíma liðnum þarf að endursmíða þau, rétt eins og gert yrði í smiðjunni nýju. Hinn kosturinn er að fóðra kerin að innan en sá háttur er oft hafður á. Áætlað er að um 40 manns fengju vinnu í kersmiðjunni.

„Að óbreyttu stefnum við að því að fara í þetta verkefni,“ segir Tómas Már. Það segir hann þó alfarið undirorpið því hvaða starfsskilyrði Alcoa-Fjarðaáli og öðrum stóriðjufyrirtækjum verði sköpuð en sem kunnugt er íhuga stjórnvöld nú álagningu orku- og kolefnisskatta sem hafa myndu mikil áhrif á rekstur þeirra.

Þetta er ekki einasta verkefnið á sviði okrufreks iðnaðar sem nú er unnið að. Framkvæmdir við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík eru komnar af stað fyrir margt löngu en eru í uppnámi vegna úrskurðar umhverfisráðherra. Sama gildir um stækkun í Straumsvík vegna áðurnefndra hugmynda um orkuskatta.

sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert