Nóttin var róleg hjá embættum lögreglunnar landsins. Að sögn varðstjóra víðs vegar um land virðist sem skemmtanaþyrstir hafi klárað sinn skammt fyrir sunnudag eða einfaldlega hagað sér skikkanlega. Hæst bar að einn var tekin undir áhrifum áfengis við akstur á Selfossi, en það var reyndar í gærkvöldi. Hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins var „pollrólegt“, líkt og varðstjóri hafði á orði.