Til stendur að byggja 45 hjúkrunarrými fyrir aldraðra á Akureyri. Þetta er niðurstaðan eftir samþykkt ríkisstjórnarinnar í fyrri viku, þar sem félagsmálaráðherra var heimilað að vinna að hugmyndum um bygging 361 hjúkrunarrýmis fyrir aldraða á árunum 2010 til 2012.
Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrar að ekki sé um fjölgun hjúkrunarrýma að ræða, þar sem leigusamningur vegna Kjarnalundar rennur út árið 2012 en þar eru nú 44 rými. „Þetta eru afar ánægjulegar fréttir á þessum tímum og leysir vanda sem við höfum staðið frammi fyrir,“ segir Sigrún í samtali við Akureyrarblaðið Vikudag.
Sigrún segir nauðsynlegt að þessi nýju hjúkrunarrými verði tilbúin þegar leigusamningurinn í Kjarnalundi rennur út og að því verði stefnt. „Húsnæðið í Kjarnalundi er barns síns tíma og er ekki að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru, enda ekki byggt sem slíkt.“
Sigrún segir að ekki liggi fyrir hvar þetta húsnæði verður byggt en að það verði ekki vandamál að finna því stað.
Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrar að ekki sé um fjölgun hjúkrunarrýma að ræða, þar sem leigusamningur vegna Kjarnalundar rennur út árið 2012 en þar eru nú 44 rými. „Þetta eru afar ánægjulegar fréttir á þessum tímum og leysir vanda sem við höfum staðið frammi fyrir," segir Sigrún í samtali við Akureyrarblaðið Vikudag. Sigrún segir nauðsynlegt að þessi nýju hjúkrunarrými verði tilbúin þegar leigusamningurinn í Kjarnalundi rennur út og að því verði stefnt. "Húsnæðið í Kjarnalundi er barns síns tíma og er ekki að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru, enda ekki byggt sem slíkt." Sigrún segir að ekki liggi fyrir hvar þetta húsnæði verður byggt en að það verði ekki vandamál að finna því stað.