Kirkjan sé örugg

Selfosskirkja
Selfosskirkja Ómar Óskarsson

„Kirkjan getur ekki sætt sig við að mál séu dæmd lögleg ef þau eru hins vegar talin siðlaus. Öll höfum við þær væntingar til kirkjunnar að hún sé öruggur staður sem þarf þá að hafa svigrúm til að bregðast við sé því öryggi ógnað,“ segir dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.

Arnfríður var formaður nefndar sem Kirkjuráð skipaði og samdi starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Henni þykir umræða um mál sr. Gunnars Björnssonar á Selfossi hafa verið einhliða. Hann hafi gerst sekur um siðferðisbrot og kirkjan verði að hafa úrræði til að taka á slíku.

 „Gunnar fór yfir persónumörk og hlutverkavíxlun átti sér stað þar sem hann leitaði huggunar hjá unglingsstúlkum. Sú framkoma hans þótti siðferðisbrot samkvæmt reglum kirkjunnar. Ef ekki er hægt að bregðast við slíkum niðurstöðum verður að fella reglurnar úr gildi ella er öryggið falskt,“ segir Arnfríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert