Kvittað fyrir Icesave

Samkomulagið um Icesave var undirritað fyrir stundu.
Samkomulagið um Icesave var undirritað fyrir stundu.

Guðmund­ur Árna­son, ráðuneyt­is­stjóri í fjár­málaráðuneyt­inu, und­ir­ritaði fyr­ir stundu sam­komu­lagið um Ices­a­ve fyr­ir hönd Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra. Með Guðmundi á fund­in­um voru full­trú­ar breskra og hol­lenskra stjórn­valda.

Und­ir­rit­un­in fór fram í fund­ar­her­bergi í fjár­málaráðuneyt­inu en auk Guðmund­ar voru viðstödd Áslaug Árna­dótt­ir, sem und­ir­ritaði sam­komu­lagið fyr­ir hönd trygg­inga­sjóðs inni­stæðueig­enda og fjár­festa, sem tek­ur lánið fyr­ir greiðslu Ices­a­ve-skuld­bind­ing­ar­inn­ar sem ríkið ábyrg­ist, og þeir Garry Roberts, full­trúi breskra stjórn­valda, og Joh­an Barn­art, full­trúi Hol­lend­inga.

Und­ir­rit­un­in fól í sér tals­verða papp­írs­vinnu og tók um hálf­tíma að ganga frá öll­um skjöl­un­um. Var verk­inu lokið um hálf eitt leytið eft­ir há­degi en leiða má lík­ur að því að þessi dag­setn­ing rati í sögu­bæk­ur framtíðar­inn­ar.

Kvitta þurfti á marg­ar blaðsíður en fund­ur­inn var lokaður og fór fram að fjöl­miðlum fjar­stödd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert