N1 hækkar eldsneytisverð

Bensínstöð N1 á Ísafirði.
Bensínstöð N1 á Ísafirði. mynd/bb.is

N1 hefur fylgt í kjölfar Olís og hækkað verð á eldsneyti. Olís hækkaði lítraverð á bensíni og dísilolíu um fjórar krónur í morgun, N1 hækkaði þá lítrann af bensíni um 5 krónur og dísilolíu um 4 krónur og skömmu síðar hafði Olís hækkað bensínverðið um 1 krónu til viðbótar.

Lítrinn af bensíni kostar 186,80 krónur í sjálfsafgreiðslu og dísilolían kostar 184,60 krónur lítrinn hjá fyrirtækjunum tveimur.

Skeljungur hefur ekki hækkað verð á sínum vörum og kostar bensínið þar 181,80 krónur og dísilolían 180,60. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert