Óðinn í stað útrásarvíkinga

Norræn goðafræði, íslenskir útrásavíkingar, þjóðsögur og uppvakningar eru meðal viðfangsefna hjónanna Guðnýjar Þorsteinsdóttur og Friðriks Magnússonar. Heimilisiðnaður þeirra einkennist ekki af því að prjóna og sulta heldur framleiða þau hvern tölvuleikinn á fætur öðrum.  

Á dögunum fór nýjasta afurð þeirra, Fuþark, eða Odin‘s Quest eins og hann er nefndir á ensku, í dreifingu. Um er að ræða þrautaleik sem sækir innblástur sinn í Hávamál og gamla rúnarófið. Tónlistina í leiknum samdi félagi þeirra Ingimar Oddsson.  

Leikjum sínum dreifa þau m.a. á eigin leikjasíðu, www.icegamer.net. Þar er einnig að finna ýmsa aðra tölvuleiki sem eiga það sammerkt að henta börnum enda lausir við ofbeldi og annað sem óæskilegt getur talist fyrir unga tölvunotendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert