Sú leið að hafna samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er ekki lausn á efnahagsvanda Íslendinga, að sögn Helga Hjörvars, þingmanns Samylkingarinnar, sem telur samstarfið nausynlegan lið í að skapa traust og trúverðugleika á Íslandi.
Helgi gerði grein fyrir þessu sjónarmiði sínu í umræðum um sjóðinn á Alþingi í dag þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi.
Helgi beindi orðum sínum að Sigmundi er hann sagði ríkisstjórnin Íslands hafa farið land úr landi bónarveg eftir hrunið en hvergi fengið lánafyrirgreiðslu
Efnahagshrunið 6. október hefði ekki verið „vondu útlendu fólki að kenna“ heldur hefðu Íslendingar skapað það sjálfir.
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, sagði í innleggi sínu að Ísland stefni í í greiðsluþrot, enda vaxtabyrðin fram undan gífurleg
Íslendingar muni ekki fá neina sérmeðferð hjá sjóðum sem muni fara jafn illa með Ísland og önnur lönd.
Davíð Stefánsson, þingmaður Vinstri grænna, sakaði stjórnarandstöðuna um að saka stjórnina um að hafa gert Icesave að sérstöku áhugamáli sínu. Stjórnarandstaðan viti hvað hún gerði síðasta vetur. Nú sitji aðrir flokkar í súpunni og skrattanum sé skemmt.