Sigurður Þ. Ragnarsson (Siggi Stormur) hefur verið ráðinn veðurfréttamaður á útvarpstöðinni Kananum, en tilkynnt var fyrr í dag að Sigurður myndi hætta með veðurfréttir á Stöð 2.
Einar Bárðarson útvarpsstjóri á Kananum sagði að hann væri búinn að ganga frá samkomulagi við Sigga Storm um að hann yrði með reglulegar veðurfréttir á Kananum á morgnana. „Þetta verða veðurfréttir í léttum dúr, nema auðvitað að veðrið kalli á annað," sagði Einar.Sigurður sér auk þess um að útvega veðurupplýsingar í nýjan fréttatíma Morgunblaðsins og Skjásins á Skjá einum.