Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun ráðherra

Hælisleitendur og stuðningasmenn þeirra í dómsmálaráðuneytinu.
Hælisleitendur og stuðningasmenn þeirra í dómsmálaráðuneytinu. Ragnar Axelsson

Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun dómsmálaráðherra að senda fjóra hælisleitendur aftur til Grikklands. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að meðal þeirra sé maður sem verið hefur undir læknishendi vegna mikils andlegs álags og drengur fæddur árið 1990.

Samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni er íslenskum stjórnvöldum heimilt að senda hælisleitendur til þeirra ríkja sem þeir koma fyrst til, í þessum tilfellum Grikklands. „Hins vegar er ekkert sem segir að þau verði að gera svo heldur geta stjórnvöld tekið málin fyrir efnislega hér á landi,“ segir í tilkynningu ungra jafnaðarmanna.

Benda þeir jafnframt á að lögmaður þriggja mannanna hafði gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á málum mannanna. Hann hafi þegar lagt drög að málsókn fyrir íslenskum dómstólum. „Ætla íslensk stjórnvöld að meina þessum mönnum um þann grundvallarrétt sem aðgengi að dómstólum er?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert