Aðgerðir til að jafna stöðu kvenna í sveitarstjórnum

Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum leggur til að ráðuneytið skipuleggi hvatningarátak, boði til samráðs við stjórnmálaflokka um fjölgun kvenna og að framboðslisti verði aðeins heimilaður að hlutfall kynja sé jafnt.

Sigrún Jónsdóttir, formaður hópsins, afhenti Kristjáni L. Möller greinargerð hópsins nýverið og sagði hann næsta skref að fara yfir tillögurnar og hrinda í framkvæmd þeim ábendingum sem unnt þykir. Þetta kemur fram í frétt á vef samgönguráðuneytisins.

Í greinargerð hópsins eru settar fram tillögur um mögulegar leiðir og aðgerðir af hálfu stjórnvalda sem verða mættu til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum. Fjallað er um nýlegar aðgerðir í Danmörku og Noregi. Þá er fjallað um kynjakvóta, einkynja sveitarstjórnir og áhrif persónukjörs. Einnig er kafli í skýrslunni um starfsumhverfi sveitarstjórnarfulltrúa og settar eru fram hugmyndir um mögulegar aðgerðir af hálfu stjórnmálaflokka. Í viðauka eru tölfræðilegar upplýsingar um hlutföll karla og kvenna í sveitarstjórnum.

Greinargerð starfshóps um aðgerðir til að jafna betur stöðu kvenna í sveitarstjórnum




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert