Afskriftir til vildarvina

Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Þór Saari, Hreyfingunni.
Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, og Þór Saari, Hreyfingunni. mbl.is/Ómar

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, minnti Samfylkinguna á það á Alþingi fyrir stundu að jafnaðarmennska felist í því að það sama sé látið ganga yfir alla og að ekki sé verið að velja úr sérstaka vildarvini. Almenningur eigi heimtingu á að vita hvaða fyrirtæki eigi kost á afskriftum skulda.

Að mati Þórs koma slíkar upplýsingar bankaleynd „ekki neitt við“.

Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokki, tók undir með Þór og sagði gagnsæi gullnu regluna sem gilda ætti í þessum efnum.

Vísaði hún því næst til þess að Byggðastofnun birti ávallt upplýsingar um eignir sínar á vefsíðu sinni.

Erfitt að setja verklagsreglur

Áður kom fram í máli Eyglóar að á fundi hjá viðskiptanefnd hefði komið fram að erfitt væri að setja bönkunum skýrar verklagslegur um hvernig eigi að meðhöndla fyrirtæki og haga afskriftum skulda.

Sum fái fyrirgreiðslu, önnur ekki, og þar skipti kunningsskapur máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert