Breyta þarf löggjöf ef sakfellingar eiga að nást

Gera þarf ýms­ar breyt­ing­ar á lög­gjöf ef auk­inn ár­ang­ur á að nást við sak­fell­ing­ar í efna­hags­brota­mál­um, að mati rík­is­lög­reglu­stjóra. Sú lög­gjöf sem ætlað var að veita viðskipta­líf­inu aðhald og skýr mörk hafi ekki dugað til sam­kvæmt niður­stöðum dóm­stóla. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra fyr­ir árið 2008.

„Starfs­menn efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra hafa sýnt aðdá­un­ar­vert and­legt þrek við rann­sókn­ar­störf sín, m.a. í þeim fyr­ir­ferðar­miklu og al­töluðu mál­um sem þeim hafa verið fal­in til úr­lausn­ar á und­an­förn­um árum. Þeir hafa þolað ómak­leg­ar árás­ir, per­sónu­legt níð og jafn­vel hót­an­ir á op­in­ber­um vett­vangi án þess að bera hönd fyr­ir höfuð sér,“ seg­ir Har­ald­ur í for­mála að árs­skýrsl­unni.

Hann tel­ur að þegar frá líður og sag­an verður skoðuð muni þó eng­inn ef­ast um að starfs­menn embætt­is­ins hafi ætíð unnið í sam­ræmi við gild­andi lög og sinnt störf­um sín­um af fag­mennsku og með rétt­sýni að leiðarljósi.

Fara þarf var­lega í breyt­ing­ar

Har­ald­ur seg­ir að í kjöl­far banka­hruns­ins hafi vel und­ir­bún­ir og þjálfaðir lög­reglu­menn staðið vakt­ina svo aðdáun veki. Á slík­um lög­reglu­mönn­um þurfi að halda. „Nauðsyn­legt er að fara var­lega við fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á skip­an lög­reglu­mála sem nú eru í und­ir­bún­ingi. Mik­il­vægt er að stjórn­völd íhugi vel sér­hvert skref sem stigið verður í þeim efn­um svo að koma megi í veg fyr­ir að sú mikla upp­bygg­ing­ar­vinna sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum fari for­görðum,“ seg­ir Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri í for­mála að árs­skýrsl­unni.

Árs­skýrsla rík­is­lög­reglu­stjóra

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri. Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert