Breyta þarf löggjöf ef sakfellingar eiga að nást

Gera þarf ýmsar breytingar á löggjöf ef aukinn árangur á að nást við sakfellingar í efnahagsbrotamálum, að mati ríkislögreglustjóra. Sú löggjöf sem ætlað var að veita viðskiptalífinu aðhald og skýr mörk hafi ekki dugað til samkvæmt niðurstöðum dómstóla. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2008.

„Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hafa sýnt aðdáunarvert andlegt þrek við rannsóknarstörf sín, m.a. í þeim fyrirferðarmiklu og altöluðu málum sem þeim hafa verið falin til úrlausnar á undanförnum árum. Þeir hafa þolað ómaklegar árásir, persónulegt níð og jafnvel hótanir á opinberum vettvangi án þess að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Haraldur í formála að ársskýrslunni.

Hann telur að þegar frá líður og sagan verður skoðuð muni þó enginn efast um að starfsmenn embættisins hafi ætíð unnið í samræmi við gildandi lög og sinnt störfum sínum af fagmennsku og með réttsýni að leiðarljósi.

Fara þarf varlega í breytingar

Haraldur segir að í kjölfar bankahrunsins hafi vel undirbúnir og þjálfaðir lögreglumenn staðið vaktina svo aðdáun veki. Á slíkum lögreglumönnum þurfi að halda. „Nauðsynlegt er að fara varlega við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sem nú eru í undirbúningi. Mikilvægt er að stjórnvöld íhugi vel sérhvert skref sem stigið verður í þeim efnum svo að koma megi í veg fyrir að sú mikla uppbyggingarvinna sem átt hefur sér stað á undanförnum árum fari forgörðum,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í formála að ársskýrslunni.

Ársskýrsla ríkislögreglustjóra

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert