Fyrstu svörin við spurningum Evrópusambandsins (ESB) varðandi aðildarumsókn Íslands eru farin til Brüssel, að sögn Össurar Skarphéðinssonar.
Enn hefur ekki verið skipað í samninganefnd Íslands eða þá samningahópa sem samþykkt var á Alþingi að skipa. Össur segir það verða gert á allra næstu dögum, sem og að skipa formann nefndarinnar. „Við erum á síðustu metrunum í þessu,“ segir hann.
Spurður hvort það fari saman að ekki sé búið að skipa í samninganefnd eða -hópa áður en svör við spurningum séu send til Brüssel, segir Össur það ekki eiga að hafa nein áhrif.
Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.