Fyrstu svör farin til Brüssel

Fyrstu svör við spurningum ESB varðandi aðildarumsókn Íslands eru farin …
Fyrstu svör við spurningum ESB varðandi aðildarumsókn Íslands eru farin til Brüssel,

Fyrstu svörin við spurningum Evrópusambandsins (ESB) varðandi aðildarumsókn Íslands eru farin til Brüssel, að sögn Össurar Skarphéðinssonar.

Enn hefur ekki verið skipað í samninganefnd Íslands eða þá samningahópa sem samþykkt var á Alþingi að skipa. Össur segir það verða gert á allra næstu dögum, sem og að skipa formann nefndarinnar. „Við erum á síðustu metrunum í þessu,“ segir hann.

Spurður hvort það fari saman að ekki sé búið að skipa í samninganefnd eða -hópa áður en svör við spurningum séu send til Brüssel, segir Össur það ekki eiga að hafa nein áhrif.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert