Hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu ofmetið

Efna­hags- og viðskiptaráðuneytið seg­ir, að hlut­fall skulda af þjóðarfram­leiðslu Íslend­inga sé að lík­ind­um veru­lega of­metið um stund­ar­sak­ir þar sem er­lend­ar skuld­ir um­reiknaðar í krón­ur hafi hækkað vegna geng­is­falls en lands­fram­leiðsla dreg­ist sam­an tíma­bundið.

Þar sem reikna megi með að krón­an styrk­ist til lengri tíma litið og lands­fram­leiðsla vaxi að nýju muni draga úr þess­ari hlut­falls­legu byrði.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu vegna full­yrðinga, sem hafi komið fram um að er­lend­ar skuld­ir þjóðarbús­ins séu óviðráðan­leg­ar. Seg­ir ráðuneytið að þær full­yrðing­ar eigi ekki við rök að styðjast. Seg­ir ráðuneytið, að full­yrt hafi verið í fjöl­miðlum að viðmið um viðráðan­lega skulda­stöðu séu til að mynda rof­in, ef er­lend­ar skuld­ir Íslands séu komn­ar í um 240% af lands­fram­leiðslu.

Þá séu fjöl­mörg lönd Vest­ur-Evr­ópu með þyngri verga skulda­stöðu í hlut­falli við lands­fram­leiðslu en Ísland. Þar á meðal beri stærstu lönd Evr­ópu­sam­bands­ins, Bret­land, Þýska­land og Frakk­land, öll er­lend­ar skuld­ir sem eru meiri en lands­fram­leiðsla og ríf­lega það. Sam­kvæmt gögn­um frá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­inni (OECD), Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum  Alþjóðabank­an­um og Greiðslumiðlun­ar­bank­an­um séu nokkr­ar Evr­ópuþjóðir með hreina skulda­stöðu sem er um eða yfir 200% af VLF, þeirra á meðal Aust­ur­ríki, Belg­ía, Portúgal, Hol­land, Sviss, Bret­land og Írland.

Efna­hags- og viðskiptaráðuneytið seg­ir, að eðli­legra viðmið í þess­ari umræðu væri hrein eign­arstaða rík­is­ins frem­ur en verg skuld­astaða þjóðar­inn­ar. Ríkið beri ekki ábyrgð á skuld­um einkaaðila og það sem einkaaðilar geti ekki greitt er­lend­um kröfu­höf­um verði að lík­ind­um af­skrifað með ein­um eða öðrum hætti. Slík­ar skuld­ir muni því ekki verða þjóðinni ofviða.

Á það beri einnig að líta, þegar rætt sé um skulda­byrði ís­lenska rík­is­ins í er­lend­um sam­an­b­urði, að flest grann­ríki standa frammi fyr­ir líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um í framtíðinni sem hafa ekki verið fjár­magnaðar. Íslenska ríkið eigi hins­veg­ar í reynd vara­sjóð utan efna­hags­reikn­ings sem er óskatt­lagt fram­lag í líf­eyr­is­sjóð, en það fé og ávöxt­un þess muni bera skatt við út­greiðslu. Þannig sé hrein eign­astaða rík­is­ins í reynd tölu­vert betri ef litið er til lengri tíma en hún virðist við fyrstu sýn. 


Ástr­al­ía 77%
Aust­ur­ríki 202%
Belg­ía 269%
Kan­ada 52%
Tékk­land 37%
Dan­mörk 173%
Finn­land 125%
Frakk­land 173%
Þýska­land 141%
Grikk­land 144%
Ung­verja­land 138%
Írland 884%
Ítal­ía 101%
Hol­land 282%
Nor­eg­ur 105%
Pól­land 46%
Portúgal 199%
Spánn 145%
Svíþjóð 129%
Sviss 261%
Tyrk­land 38%
Bret­land 341%
Banda­rík­in 96%

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka