Icesave ekki á dagskrá í dag

Steingrímur J. Sigfússon mun ekki mæla fyrir Icesave-frumvarpi í dag.
Steingrímur J. Sigfússon mun ekki mæla fyrir Icesave-frumvarpi í dag. mbl.is/Ómar

Fellt var í at­kvæðagreiðslu á Alþingi í dag, að veita af­brigði frá þingsköp­um fyr­ir því að að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, gæti mælt fyr­ir nýju frum­varpi um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-skuld­bind­ing­anna. Frum­varpið verður vænt­an­lega sett á dag­skrá á morg­un í staðinn.

Frum­varpið var lagt fram á Alþingi í dag og átti að vera á dag­skrá þing­fund­ar í dag. Sam­kvæmt þingsköp­um má ekki taka frum­varp til umræðu fyrr en liðnar eru að minnsta kosti tvær næt­ur frá því er því var út­býtt en hægt er að samþykkja af­brigði frá þeim regl­um og er það raun­ar oft gert. 

29 þing­menn greiddu at­kvæði með því að veita af­brigði en 23 á móti. Sam­kvæmt túlk­un for­seta þarf hins veg­ar auk­inn meiri­hluta til að samþykkja af­brigði frá þingsköp­um og tald­ist til­lag­an því hafa verið felld.

Fyr­ir at­kvæðagreiðsluna sagði Ill­ugi Gunn­ars­son að sýna verði Alþingi og þjóðinni allri þá virðingu, að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fyrstu umræðu um málið verði vandaður. Sömu skoðun lýsti Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagðist vera sam­mála þing­mönn­um um að fram eigi að fara vönduð umræða um málið. Hins veg­ar sé málið þing­mönn­um í fersku minni því því að fjallað var um rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve í sum­ar og haust. Þá hafi fjár­laga­nefnd þings­ins og þing­flokk­ar fengið kynn­ingu á mál­inu á sunnu­dag og æski­legt sé að fjár­laga­nefnd fái það sem fyrst til meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert