Játuðu þjófnað við Geysi

Geysir í Haukadal.
Geysir í Haukadal. mbl.is/RAX

Lög­regl­an á Sel­fossi hef­ur upp­lýst  þjófnað úr ferðamanna­versl­un við Geysi í Hauka­dal. Hafa þrír karl­menn og ein kona játað brotið. Allt er fólkið er­lent að upp­runa. Mun lög­regl­an gefa út ákæru í dag og til­kynna Útlend­inga­stofu um málið sem mun taka ákvörðun um hvort fólk­inu verður vísað úr landi.  

Vör­um fyr­ir um 400 þúsund krón­ur var stolið úr versl­un­inni við Geysi í síðustu viku. Lög­regla fékk ábend­ingu um að menn­irn­ir hefðu verið stadd­ir á Geys­is­svæðinu í há­deg­inu í gær, lík­lega til að end­ur­taka leik­inn frá því vik­unni áður. Hafði starfs­fólk versl­un­ar­inn­ar eft­ir­lit með mönn­un­um inni í versl­un­inni. 

Menn­irn­ir þrír yf­ir­gáfu búðina án þess að eiga þar viðskipti eða hafa nokkuð með sér en lög­regl­an hand­tók þá síðan í Gríms­nesi og flutti þá í fanga­geymslu á Sel­fossi. Í kjöl­farið fóru lög­reglu­menn frá Sel­fossi til Reykja­vík­ur til að leita að fjórða mann­in­um sem grunaður var um aðild að þjófnaðinum í ferðamanna­versl­un­inni.  Hann fannst eft­ir að leitað hafði verið á tíu stöðum í höfuðborg­inni.  Þá var kona hand­tek­in í Reykja­vík í morg­un og færð til yf­ir­heyrslu á Sel­fossi. 

Lög­reglu­menn á Sel­fossi hafa í morg­un yf­ir­heyrt fólkið.  Fyr­ir ligg­ur játn­ing í mál­inu og það upp­lýst en þrír karl­anna ásamt kon­unni stóðu að þjófnaðinum.  Fjórði karl­maður­inn átti eng­an þátt í brot­inu og hafði góða og gilda fjar­vist­ar­sönn­um þar sem hann dvaldi í fang­elsi á þeim tíma sem þjófnaður­inn átti sér stað.   

Fólkið er grunað um að hafa staðið að búðahnupli og þjófnuðum á höfuðborg­ar­svæðinu og á Suður­nesj­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert