Fulltrúaráðsfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar mótmælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að standa ekki við þau fyrirheit sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga á árinu 2008.
Samkvæmt þeim átti persónuafsláttur að hækka um 7.000 kr. umfram verðlag á næstu þremur árum. Í samræmi við þessa yfirlýsingu hækkaði persónuafsláttur um 2.000 kr. við síðustu áramót.