Rýmum á dvalarheimilum fjölgar

Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir.
Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir.

Í desember árið 2008  voru vistrými fyrir aldraða alls 3461, þar af voru hjúkrunarrými á dvalar- og hjúkrunarheimilum alls 2316 eða 66,9%  vistrýma, samkvæmt tölum, sem Hagstofan hefur tekið saman.

 Á milli áranna 2007 og 2008 fjölgar rýmum á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum um 47.  Dvalarrýmum  fækkaði um 90 en hjúkrunarrýmum fjölgaði um 137 á sama tíma.  Árið 2008 voru rúm 54% vistrýma á höfuðborgarsvæðinu, en tæp 46% annarsstaðar.

Alls bjuggu 3284 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember árið 2008, þar af voru konur rúm 64%.  Tæp 10%  67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember árið 2008.  Þetta hlutfall var rúm 11% á landsbyggðinni en rúm 9%  á höfuðborgarsvæðinu.

Árið 2008 bjuggu rúm 24%  fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra.  Það á við um rúm 20% karla á þessum aldri og tæp 27% kvenna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert