Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg rétt í þessu á fundi sínum. Borgarfulltrúar allra flokka að frátöldum Ólafi F. Magnússyni greiddu siðareglunum atkvæði sitt og skrifuðu undir þær á fundinum.
Markmið reglnanna er að skrá og skilgreina þá háttsemi sem kjörnir fulltrúar vilja sýna af sér við öll sín störf. Í þeim er m.a. fjallað um starfsskyldur kjörinna fulltrúa, valdmörk, hagsmunaárekstra, gjafir, fríðindi og trúnað. Með undirskrift sinni undirgangast fulltrúarnir siðareglurnar og lýsa því þar með yfir að þeir ætli að hafa þær að leiðarljósi í störfum sínum fyrir Reykjavíkurborg.