Síldarleit að hefjast hjá Hafró

Síldarleit á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar hefst í dag í samstarfi við hagsmunaaðila sem áætluð er að standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði. Leitarsvæðið er mjög umfangsmikið eða allt frá Langanesi, suður og vestur um og norður fyrir Vestfirði.

Stefnt er að því að meta stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar og ástand stofnsins en talið er að allt að þriðjungur hans hafi drepist af völdum sýkingar sl. vetur og vor. Útbreiðsla síldarinnar verður skráð og sýni tekin til þess að meta sýkingu í stofninum en þau verða skoðuð af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar í rannsóknastofu í landi. Í framhaldinu verður lagt mat á stærð stofnsins og umfang sýkingar, að því er fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert