Spáir svipuðu verði næstu ár

Verð á bensíni verður svipað næstu árin.
Verð á bensíni verður svipað næstu árin. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Magnús Ásgeirs­son, inn­kaupa­stjóri eldsneyt­is hjá N1, seg­ir að hækk­un eldsneytis­verðs í gær sé til kom­in vegna hækk­un­ar heims­markaðsverðsins.

Þó krón­an hafi styrkst sé gengið fjarri því að vega upp hækk­un­ina, en gera megi ráð fyr­ir að verðið hald­ist svipað næstu tvö til þrjú árin.

Lítr­inn af bens­íni hækkaði um 5 krón­ur hjá Olís, N1 og Skelj­ungi og kost­ar nú 186,80 krón­ur í sjálfsaf­greiðslu. Lítr­inn af dísi­lol­íu hækkaði hjá þeim um 4 krón­ur og kost­ar 184,60 krón­ur hjá fyr­ir­tækj­un­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert