Spáir svipuðu verði næstu ár

Verð á bensíni verður svipað næstu árin.
Verð á bensíni verður svipað næstu árin. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir að hækkun eldsneytisverðs í gær sé til komin vegna hækkunar heimsmarkaðsverðsins.

Þó krónan hafi styrkst sé gengið fjarri því að vega upp hækkunina, en gera megi ráð fyrir að verðið haldist svipað næstu tvö til þrjú árin.

Lítrinn af bensíni hækkaði um 5 krónur hjá Olís, N1 og Skeljungi og kostar nú 186,80 krónur í sjálfsafgreiðslu. Lítrinn af dísilolíu hækkaði hjá þeim um 4 krónur og kostar 184,60 krónur hjá fyrirtækjunum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka