Ukulele, barrítónhorn, rafmagnsgítar og hammondorgel eru meðal þeirra hljóðfæra sem Arnaldur Ingi Jónsson tólf ára spilar á. Þessi ungi tónlistarmaður er ekki í nokkrum vafa um framtíðaráformin og stefnir af heimsyfirráðum á tónlistarsviðinu... og jafnvel meira.
Í bílskúrnum heima hjá sér hefur Arnaldur ásamt bróður sínum aðgang að upptökugræjum svo þegar er hann farinn að gera tilraunir sem eflaust eiga eftir að skila sér í útgáfu síðar meir.