Umræða um erlendar skuldir á villigötum

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. mbl.is/Jón Pétur

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að umræða um erlendar skuldir og hættu á að íslenska þjóðarbúið stefni í greiðsluþrot, sé á villigötum og engin hætta sé á slíku.

Gunnar Tómasson, hagfræðingur, hefur m.a. síðustu daga lýst þeirri skoðun, að það stefni í mjög alvarlega stöðu þegar litið sé á erlendar heildarskuldir Íslands og gera þurfi róttækar breytingar á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Gylfi sagði að mörg dæmi væru um að erlendar skuldir ríkja væru meiri en sem svaraði árlegri landsframleiðslu. Nefndi hann m.a. Bandaríkin og Danmörk, þar sem erlendar skuldir væru 240% af landsframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka