Vara við breytingum á sýslumannsembætti

Húsavík er stærsti þéttbýliskjarninn í Norðurþingi.
Húsavík er stærsti þéttbýliskjarninn í Norðurþingi. www.mats.is

Framsýn - stéttarfélag varar við boðuðum breytingum á sýslumannsembættinu á Húsavík, en tillögur miða að því að sameina sýslumannsembættin á Norðurlandi. Framsýn óttast að stöðugildum verði fækkað og þjónusta við íbúa muni skerðast. Að auki varar félagið við niðurskurði í löggæslu í Þingeyjarsýslum.

„Niðurskurðurinn er þegar farinn að koma niður á öryggi íbúanna á svæðinu sem er grafalvarlegt mál. Framsýn hvetur dómsmálaráðherra til að tryggja nægjanlegt fjármagn til löggæslu á svæðinu. Jafnframt að stöðugildi lögregluþjóna verði með ásættanlegum hætti fyrir íbúana og allan þann fjölda ferðamanna sem heimsækja Þingeyjarsýslurnar á hverju ári. Við annað verður ekki unað,“ segir í ályktun stéttarfélagsins.

Stéttarfélagið telur mikilvægt að horft verði til þess við endurskipulagningu á nýju sýslumannsembættunum að störfum verði fjölgað á Húsavík. „Mikill mannauður er til staðar hjá sýslumannsembættinu á Húsavík sem mikilvægt er að nýta til góðra verka hjá nýjum embættum. Auk þess sem um er að ræða mjög verðmæt störf fyrir svæðið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert