Á fjórða hundrað innbrot í september

Innbrotatíðni er enn mjög há á landinu.
Innbrotatíðni er enn mjög há á landinu. Þorkell Þorkelsson

Lögreglu var tilkynnt um 310 innbrot í síðasta mánuði, skv. því sem kemur fram í afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra. Það er töluverð aukning frá sama mánuði í fyrra þegar þau voru 270. Fíkniefnabrotum fækkar verulega milli ára eða um 47%. Þau voru í síðasta mánuði 83 en 156 í september á síðasta ári. Þjófnaðarbrotum fækkar miðað við september í fyrra, einnig ölvunarakstursbrotum og líkamsárásum.

Í mánuðinum verður gefin út afbrotatölfræði fyrir árið 2008. Þar kemur m.a. fram að heildarfjöldi brota var 75.246 á síðasta ári. Umferðarlagabrot voru 75% allra brota, hegningarlagabrot 19% og sérrefsilagabrot tæp 6%. Um er að ræða svipað hlutfall og árin 2006 og 2007.


Af skýrslunni má sjá að innbrotum og þjófnuðum fjölgar mikið en þau voru um sjö þúsund á síðasta ári. Hraðakstursbrot voru um 40 þúsund og hafa aldrei verið fleiri. Fíkniefnabrotum fækkar hins vegar milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert