Fordæmir ræðu Árna Johnsen

Árni Johnsen var stórorður í þingsal Alþingis í gær.
Árni Johnsen var stórorður í þingsal Alþingis í gær. mbl.is/Ómar

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, var harðorður í garð Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi fyrir stundu vegna þeirra ummæla hans í gær að umhverfisráðherra hefði framið hryðjuverk með ákvörðun sinni um Suðvesturlínu. Slík ummæli væru fyrir neðan virðingu þingsins.

Björn Valur gerði þannig athugasemdir við það orðaval þingmannsins að stjórnin hefði framið hryðjuverk með því að fylgja eftir áherslum sínum i umhverfismálum. Með líku lagi væru þau ummæli þingmanna að hér væri á ferð gjaldþrot í boði ráðherra, það er Svandísar Svavarsdóttur, ekki bjóðandi Alþingi.

Sá málflutningur að nokkra vikna töf á lagningu Suðvesturlínu vegna umhvarfismats um línuvarnir væri hryðjuverk væri engum Íslendingi bjóðandi.

Nokkur hiti var í þingsal á meðan ræðu Björns Vals stóð en hann lét þau orð falla að stjórnin ætlaði ekki að feta sömu braut og sjálfstæðismenn hefðu skilið við.

Ítrekað var gripið fram í fyrir þingmanninum úr sal en hann lauk máli sínu á því að segja að Ísland yrði byggt upp á öðrum grunni en sjálfstæðismenn rústuðu því á.

Hér má hlusta á ræðu Árna en í henni kvaðst hann ekki tala neina „Brusselsku“ í umræðum um hagsmuni þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka