Ísland á dagskrá eftir viku

Fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) stefn­ir að því að taka end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un Íslands fyr­ir á fundi sín­um miðviku­dag­inn 28. októ­ber næst­kom­andi. Upp­færð efna­hags­áætl­un var send fram­kvæmda­stjóra AGS í gær, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um.

Íslensk stjórn­völd telja víst að fram­kvæma­stjórn­in muni samþykkja end­ur­skoðun áætl­un­ar­inn­ar á fundi sín­um að viku liðinni. Í kjöl­farið mun Ísland fá aðgang að öðrum hluta af lána­fyr­ir­greiðslu AGS upp á 105 milj­ón­ir SDR eða 168 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala, 20,6 millj­arða króna. Þá opn­ast einnig aðgang­ur að fyrsta fjórðungi 2,7 millj­arða dala lána­fyr­ir­greiðslu Norður­land­anna og Pól­lands, eða að 675 millj­ón­um dala, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu.

Sam­kvæmt starfs­regl­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins verður upp­færð efna­hags­áætl­un og skjöl henni tengd gerð op­in­ber að lokn­um fundi fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar 28. októ­ber næst­kom­andi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert