Mikill áhugi reyndist meðal fyrirtækja að taka að sér það verk að veita ráðgjöf og finna áhugasama fjárfesta og hótelrekendur að nýju hóteli við Reykjavíkurhöfn.
Portus eignarhaldsfélag auglýsti eftir slíkum aðilum í Morgunblaðinu fyrir nokkru og gaf á fjórða tug fyrirtækja sig fram. Eitt verður síðar valið til verksins.
Hótelið mun rísa við Austurhöfnina og er áformað að það verði 400 herbergja. Innangengt verður úr hótelinu neðanjarðar í ráðstefnu- og tónlistarhúsið. Kostnaður við bygginguna er áætlaður að lágmarki 10 milljarðar.