Lífeyrissjóðir láni í velferð

Frá þingi BSRB í morgun.
Frá þingi BSRB í morgun. mbl.is/Golli

Ögmundur Jónasson sagði á þingi BSRB í dag, að hann vilji að lífeyrissjóðir láni ríki og sveitarfélögum fé til að draga úr hinum bratta niðurskurði velferðarkerfisins. „Þetta er mín krafa um mína peninga," sagði Ögmundur.

Hann sagði, að menn vildu stofna fjárfestingarsjóð á vegum lífeyrissjóðanna  til að efla atvinnu hér innanlands.

„Gott og vel. En er ekki sú hætta fyrir hendi að fyrir barðinu verði verkefni ríkisins og sveitarfélaganna. Ekki er nóg með það að ríkissjóður sé tómur , hann er rekinn með geigvænlegum halla. Sama á við um sveitarsjóðina. Þetta eru sjóðirnir sem fjármagna velferðina, skólana, sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna, slökkviliðin, sjúkraflutningana, vatnsveiturnar, stofnanir fyrir aldraða, sjálfa innviði samfélagsins. Ég vil láta minn lífeyrissparnað renna þangað, til að verja innviðina, svo ekki verði grafið undan velferðinni. Aldrei er hennar meiri þörf en í kreppu," sagði Ögmundur og bætti við, að ekki mætti  gleyma hinu að í gegnum almannavaldið renni fjármagn út á markaðinn til að framkvæma,  reisa byggingar, gera vegi, brýr, hafnir og önnur mannvirki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert