Mansal, þjófnaður og fjársvik

Undanfarna sólarhringa hefur lögreglan á Suðurnesjum rannsakað ætlaða skipulagða glæpastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Grunur er um skipulagða glæpastarfsemi og hefur á annan tug verið handtekinn. Tíu manns eru í gæsluvarðhaldi og fangageymslum en afbrotin eru talin varða mansal, þjófnað og fjársvik.

Í gær voru fimm Íslendingar handteknir vegna málsins og umfangsmiklar húsleitir gerðar, þar sem lagt var hald á gögn til frekari aðstoðar en framhaldið ræðst af stöðufundi sem verður árla dags í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er rökstuddur grunur um að ferð stúlkunnar frá Litháen, sem kom til landsins 9. október, framvísaði fölsuðum skilríkjum og hvarf eftir að hafa verið í umsjá lögreglu en fannst síðan aftur nokkrum dögum síðar, tengist þessari meintu, skipulögðu glæpastarfsemi.

Starfsemin ekki nýtilkomin hérlendis

Lögreglan á Suðurnesjum telur að þetta sé skipulagður hópur sem sé í skipulegri brotastarfsemi og hefur rökstuddan grun um að starfsemin sé ekki nýtilkomin hérlendis.

Málið er enn á mjög viðkvæmu stigi en lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem meðal annars kom fram að húsleitir hefðu verið gerðar á heimilum, í fyrirtækjum og í annars konar húsnæði. Lagt hefði verið hald á bókhaldsgögn, skjöl og ýmsa muni til frekari rannsóknar og ekki útilokað að um frekari handtökur og húsleitir yrði að ræða. Ennfremur sagði að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglustjórinn í Stykkishólmi og Ríkislögreglustjórinn hefðu lagt lið við aðgerðirnar.

Málið er mjög umfangsmikið eins og aðgerðirnar bera með sér en lögreglan er líka að leita af sér grun. Ómögulegt er að segja hve margir tengjast starfseminni en lögreglan hefur handtekið á annan tug vegna málsins og þar af eru fimm í gæsluvarðhaldi og fimm í fangageymslum.

Tvær konur í haldi

Fimm Íslendingar, þar af tvær konur, voru handteknir í aðgerðunum í gær. Þau eru í fangageymslum og í dag verður ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim.

Fimm Litháar eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og rennur það út í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka