Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að langoftast nái alþingismenn samkomulagi um að taka frumvarp til fyrstu umræðu fyrr en segi í þingsköpum, sé þess óskað, en það var fellt í atkvæðagreiðslu á þingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lagði fram frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna og var óskað eftir að veitt yrði afbrigði frá þingsköpum svo málið kæmist strax á dagskrá í gær. 29 þingmenn voru því samþykkir en 23 á móti.
Afbrigði frá þingsköpum þurfa samþykkis aukins meirihluta eða tveggja þriðju þeirra sem greiða atkvæði.