Ögmundur hættir eftir 21 árs starf hjá BSRB

Ögmundur Jónasson
Ögmundur Jónasson Kristinn Ingvarsson

Nýr formaður verður kjörinn á þingi BSRB sem hefst í dag. Ögmundur Jónasson alþingismaður lætur af formennsku sem hann hefur gegnt í 21 ár. Í tengslum við þingið verður efnt til hátíðardagskrár til heiðurs Ögmundi. Dagskráin hefst í dag kl. 17.30 í Háskólabíói.

Fjórir hafa lýst yfir framboði til formanns BSRB, en það eru Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS, og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert