Svigrúm skuldara aukið

Dómsmálaráðuneytið.
Dómsmálaráðuneytið.

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um nauðungarsölu, en við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða. Skv. því ber sýslumanni að verða við ósk gerðarþola um að fresta ákvörðunartöku um framhald uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði ef leitað er nauðungarsölu, fram yfir 31. janúar 2010.

Fram kemur í athugasemdum með lagafrumvarpinu að úrræðinu sé meðal annars ætlað að auka svigrúm skuldara sem lendi í greiðsluerfiðleikum til að leita úrræða. Og til að endurskipuleggja fjármál sín og hugsanlega komast þannig hjá því að eignir þeirra væru seldar nauðungarsölu. Um sé að ræða sérstakt úrræði vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem ríki í efnahagslífi þjóðarinnar og þeirrar auknu hættu á greiðsluerfiðleikum sem fjölskyldur og einstaklingar standa frammi fyrir, m.a. vegna vaxandi atvinnuleysis.

Bráðabirgðaákvæðið er eftirfarandi:

„Frá gildistöku laga þessara ber sýslumanni að verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 31. janúar 2010 töku ákvörðunar um framhald uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði ef leitað er nauðungarsölu á grundvelli 6. gr. á fasteign þar sem gerðarþoli heldur heimili og hefur skráð lögheimili, enda sé um að ræða húsnæði sem ætlað er til búsetu samkvæmt ákvörðun skipulags- og byggingaryfirvalda. Hafi þegar verið ákveðin ráðstöfun slíkrar fasteignar til fullnustu kröfu skv. 6. gr. við byrjun uppboðs eða framhald þess eða á almennum markaði en uppboði hefur ekki verið lokið eða boð á almennum markaði samþykkt í eign skal sýslumaður verða við ósk gerðarþola um að fresta þeim aðgerðum fram yfir 31. janúar 2010.
Tímabil sem nauðungarsölu er frestað skv. 1. mgr. skal undanskilið þeim fresti sem um ræðir í 2. mgr. 27. gr.“

Nánar á vef Alþingis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert