Umhverfisráðherra vændur um heigulshátt og hryðjuverk

Framkvæmdir í Helguvík
Framkvæmdir í Helguvík mbl.is/Rax

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst í framsögu sinni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær sannfærð um að meirihluti þingmanna væri fylgjandi tillögu um þingsályktun um afturköllun á ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínu.

Vinstri grænir eru á móti stóriðju, þeir eru á móti fleiri álverum hingað til lands og þeir hafa barist mjög hatramlega fyrir þeim málstað [...] Þetta er pólitík vinstri grænna og það á bara að segja það hreint út. Nei. Hæstvirtur
ráðherra hefur kosið að kenna stjórnsýslunni um það og fyrir mér er það pólitískur heigulsháttur.“ 

Ragnheiður sagði miklu varða að tafir vegna ákvörðunarinnar yrðu eins litlar og unnt væri. Tveir til þrír mánuðir í töf á framkvæmdum væru of langur tími fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem þyrfti að láta vita í þriðju viku í nóvember hvort hún vildi nýju túrbínurnar vegna þessara framkvæmda.

Björgvin G. Sigurðsson lagði hins vegar áherslu á að tryggja þyrfti fjármagn áður en lengra yrði haldið.  Öllu skipti um það að framkvæmdir í Helguvík og við gagnaver Verne Holding á Ásbrú gengju eftir að HS Orku og Orkuveitunni tækist að fjármagna framkvæmdirnar núna í haust. 

Þingmaðurinn kvaðst hafa stutt fyrirhugaðar framkvæmdir í Helguvík í mörg ár og vitnaði til þjóðhagsspár fjármálaráðuneytisins sem segiði, að stækkun álversins í Straumsvík og bygging álversins í Helguvík mundi auka landsframleiðsluna um 4,2% á ári að raungildi á tímabilinu frá 2009-15.

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var harðorður í
garð umhverfisráðherra og sakaði hana um „hryðjuverk“ með ákvörðun sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert