Ástþór kærir RÚV og Egil Helgason

Ástþór Magnússon hefur lagt fram stjórnsýsluákæru á hendur Ríkisútvarpinu og fjölmiðlamanninn Agli Helgasyni og segir það vera vegna ítrekaðra brota gegn Lýðræðishreyfingunni í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

Ástþór hefur sent umboðsmanni Alþingis bréf þar sem fram kemur m.a. að RÚV og Egill hafi verið kærð til lögreglustjórans í Reykjavík „þar sem um var svo grófa mismunun að ræða hjá RÚV að varðaði við kosningalög og almenn hegningarlög. Engin svör hafa borist frá embættinu,“ segir í bréfinu.

Þá hafi einnig engin svör borist frá menntamálaráðuneytinu sem einnig hafi fengið margítrekaðar kærur og kvartanir vegna málsins. Ástþór telur að Lýðræðishreyfingin hafi ekki fengið sama rúm í Ríkisútvarpinu og aðrir flokkar fyrir kosningarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert