Hælisleitendi í hættu

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Ómar

Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, gagn­rýn­ir Rögnu Árna­dótt­ur dóms­málaráðherra harðlega fyr­ir hvernig staðið var að flutn­ingi fjög­urra hæl­is­leit­enda frá land­inu. Einn þeirra sé um tví­tugt og hafi verið sett­ur beint út á götu í Aþenu. Þar hann eigi á hættu að vera send­ur til Íraks.

Birgitta sagði að vegna anna hjá yf­ir­völd­um inn­flytj­enda­mála í Aþenu muni maður­inn senni­lega ekki fá af­greiðslu þegar í stað. Því spurði hún Rögnu hvers vegna mann­in­um skyldi ekki vera leyft að dvelja á Íslandi í þá 15 daga sem áfrýj­un­ar­frest­ur­inn var­ir. Hann sé „pen­inga­laus og alls­laus“ í Aþenu.

„Hefði hæst­virt­ur mann­rétt­inda­málaráðherra brotið lög með því að leyfa Muhr að kveðja vini sína, hafa sím­ann sinn op­inn og segja upp vinn­unni sinni á meðan hann beið þess að vera send­ur úr landi?“ spurði Birgitta.

Þá spurði hún ráðherr­ann hvort það teld­ist „mjúk meðferð“ að meina mann­in­um að skipta krón­um sín­um í ann­an gjald­miðil til notk­un­ar í Aþenu.

Ragna svaraði því til að Ísland væri aðili að Dyfl­inn­ar-sam­komu­lag­inu og að sam­kvæmt því væru hæl­is­leit­end­ur send­ir til lands­ins sem þeir fyrst sóttu um hæli í. Finna þyrfti al­menna mæli­kv­arða á und­an­tekn­ingu frá þessu til að gæta jafn­ræðis á milli hæl­is­leit­enda hér á landi.

Við skoðun hafi komið í ljós að ekk­ert Norður­land­anna hafi ákveðið að senda hæl­is­leit­end­ur ekki til Grikk­lands.

Birgitta sakaði Rögnu þá um að svara í engu spurn­ing­um sín­um um harða meðferð á mann­in­um.

Ragna svaraði því til að grísk yf­ir­völd hefðu sér­stak­lega staðfest að þau myndu veita mönn­un­um viðtöku. Meðferð þeirra væri í sam­ræmi við áhersl­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Hún kannaðist ekki við að ekki skuli hafa verið farið að áfrýj­un­ar­frest­um. „Baga­legt“ væri að aðeins einn þeirra skuli hafa nýtt sér rétt til að skjóta máli sínu til dóm­stóls­ins eft­ir að niðurstaðan um brott­flutn­ing lá fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert