Kári fær norræn læknaverðlaun

Kári Stefánsson.
Kári Stefánsson. Sverrir Vilhelmsson

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fær Anders Jahres-verðlaunin í læknavísindum sem afhent verða í Osló í næstu viku.

Þetta eru ein virtustu vísindaverðlaun Evrópu og nokkurs konar Nóbelsverðlaun Norðurlandanna í læknisfræðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón norskra króna eða rúmar 22 millj. íslenskra króna.

Kári verður fyrstur Íslendinga til að hljóta verðlaunin frá upphafi sem voru fyrst veitt í kringum 1960.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert