Mikill hiti í þingsalnum

Steingrímur J. Þingmenn.
Steingrímur J. Þingmenn. mbl.is/Eggert

„Krakk­ar mín­ir eig­um við ekki bara að vera ró­leg,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra er hann vék augna­blik frá andsvari sínu um Ices­a­ve og beindi orðum sín­um að þing­mönn­um sem gripu fram í fyr­ir hon­um.

Siv Friðleifs­dótt­ir, sem sit­ur í stól þing­for­seta, ít­rekaði í kjöl­farið þá kröfu sína að þing­menn og ráðherr­ar gæti hófs í orðavali.

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa farið hörðum orðum um sam­komu­lagið og tveir þeirra slegið í þing­púltið máli sínu til áherslu. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, hef­ur harðlega gagn­rýnt af­stöðu Stein­gríms í mál­inu og sakað hann um að gæta hags­muna flokks síns, ekki hags­muna þjóðar­inn­ar. Hér væru á ferð „póli­tísk­ir afar­kost­ir“.

Hol­lend­ing­ar og Bret­ar hefðu fengið allt sem þeir vildu í þess­ari deilu. Kröf­ur þeirra væru „komn­ar í hús“. Íslensk­um stjórn­völd­um hefði mistek­ist að halda uppi hags­mun­um Íslands er­lend­is. Hann sé óviss um að nokk­ur önn­ur rík­is­stjórn myndi hafa látið und­ir höfuð leggj­ast að gagn­rýna Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn op­in­ber­lega.

Ef gerðardóm­ur eða ann­ar dóm­ur myndi kom­ast að þeirri niður­stöðu að Íslandi bæri að greiða fyr­ir Ices­a­ve myndi hann sjálf­ur styðja að þjóðin greiddi „hverja evru“ til baka.

Hægt að breyta fyr­ir­vör­un­um?

Meðal þing­manna sem hafa borið spurn­ing­ar und­ir fjár­málaráherra um Ices­a­ve-sam­komu­lagið er Birgitta Jóns­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sem spurði hvort ekki væri svig­rúm til að breyta fyr­ir­vör­un­um í því.

Svaraði Stein­grím­ur því þá til að laga­frum­varpið væri mjög ein­falt og vitnaði til grein­ar­inn­ar um rík­is­ábyrgð. Hin grein­in varðaði laga­lega fyr­ir­vara sem þing­menn hefðu  vænt­an­lega ekki áhuga á að „missa fyr­ir borð“. Þeir þing­menn sem vilji hafna niður­stöðunni í heild sinni geti greitt at­kvæði gegn frum­varp­inu.

Lands­bank­inn hefði átt að vera í rík­is­eigu

Fyrr í umræðunum sagði Stein­grím­ur reynsl­una af Ices­a­ve-reikn­ingn­um sýna fram á að mál­flutn­ing­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar þegar bank­arn­ir voru einka­vædd­ir hefði verið rétt­mæt­ur. Lands­bank­inn hefði átt að vera í rík­is­eigu. Þá væri staðan betri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka